Archive for matur

Afhýða möndlur

Ef þú þarft að afhýða möndlur þá er það ekkert mál ef að möndlurnar eru látnar liggja í bleyti í amk 2 klst. Hýðið verður mýkra og mjög auðvelt að ná því af möndlunum en þetta hefur engin áhrif á möndlurnar sjálfar.

Færðu inn athugasemd

Útflatt hakk

Ég kaupi alltaf magnpakkningar af hakki, lúxus sem er í boði þegar maður býr í útlöndum. Til þess að hakkið fari ekki til spillis þá skipti ég því niður í litla plastpoka (4 ltr) þannig að það sé 300-350 gr í hverjum poka, svo nota ég kökukeflið mitt til að fletja út hakkið (í pokanum). Svo stafla ég útflöttum hakkpokunum í frystinn hjá mér, þannig á ég alltaf til hæfilegt magn af hakki fyrir fjölskylduna . Það tekur líka enga stund að þýða hakkið, því að pokinn er flattur þunnt út. Þetta henntar mér vel því að oft á tíðum nenni ég ekki að undirbúa matinn fyrr en á seinustu stundu.

Comments (1)