Archive for janúar, 2009

Kaffilitaðir kaffibollar

Til að hreinsa kaffilitaða kaffibolla þá er hægt að setja í þá:

  • ca. 2 cm vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt

Nudda með smá svampi eða uppþvottabursta og þá rýkur kaffiliturinn af.
(ráð frá Ólöfu)

Færðu inn athugasemd

Afhýða möndlur

Ef þú þarft að afhýða möndlur þá er það ekkert mál ef að möndlurnar eru látnar liggja í bleyti í amk 2 klst. Hýðið verður mýkra og mjög auðvelt að ná því af möndlunum en þetta hefur engin áhrif á möndlurnar sjálfar.

Færðu inn athugasemd

Matarsódamaski

Með því að blanda saman matarsóda og vatni, þannig að úr verði krem er hægt að búa til góðan hreinsimaska fyrir bólótta húð.

Þú blandar maskann saman, makar honum framan í þig (eða á vandamálasvæðið) – passa sig þó að vera mjúkhenntur því að maskinn er mjög grófur, og bíður svo þangað til að hann er þornaður. Þegar maskinn er þornaður þá er hann þveginn vandlega í burtu með vatni – aftur muna að vera mjúkhenntur því að maskinn er mjög grófur.

Þetta er frekar subbulegur maski, þegar maður er að bera hann framan í sig þá á hann til að miljast niður, en mér finnst hann hreinsa mjög vel.

Comments (1)