Archive for Andlitsmaskar

Matarsódamaski

Með því að blanda saman matarsóda og vatni, þannig að úr verði krem er hægt að búa til góðan hreinsimaska fyrir bólótta húð.

Þú blandar maskann saman, makar honum framan í þig (eða á vandamálasvæðið) – passa sig þó að vera mjúkhenntur því að maskinn er mjög grófur, og bíður svo þangað til að hann er þornaður. Þegar maskinn er þornaður þá er hann þveginn vandlega í burtu með vatni – aftur muna að vera mjúkhenntur því að maskinn er mjög grófur.

Þetta er frekar subbulegur maski, þegar maður er að bera hann framan í sig þá á hann til að miljast niður, en mér finnst hann hreinsa mjög vel.

Comments (1)

Hunangsmaski

  • 2 msk hunang
  • 1msk haframjöl

Maður blandar saman hunanginu og haframjölinu, það er gott að velgja hunangið aðeins til að það sé auðveldara að blanda þessu saman. Svo smyr maður blöndunni framan í sig og lætur bíða í 15-30 mínútur. Þá er þetta skolað af með volgu/heitu vatni, þegar maskinn er farinn af þá er gott að skola andlitið uppúr köldu vatni til að loka svitaholum aftur.

Maskinn henntar öllum húðtýpum, hann hreinsar húðina einsog skrúbbmaski. Þennan maska er gott að nota ca 1 sinni í viku.

Comments (4)