Archive for Heimilið

Vaxlitir á veggjum

Til þess að hreinsa burtu óvelkomin vaxlitaverk af veggjunum er hægt að nota venjulegar blautþurrkur til að nudda litinn í burtu.

Einnig er hægt að nota WD-40 en þá þarf að þrífa það af með uppþvottalegi.

Comments (1)

Kaffilitaðir kaffibollar

Til að hreinsa kaffilitaða kaffibolla þá er hægt að setja í þá:

  • ca. 2 cm vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt

Nudda með smá svampi eða uppþvottabursta og þá rýkur kaffiliturinn af.
(ráð frá Ólöfu)

Færðu inn athugasemd

Ísing í ísskáp eða frysti

Við áttum við það vandamál að stríða að það safnaðist alltaf ísing í frystinn okkar, við þurftum endalaust að vera að skrapa innan úr honum því að annars varð frystirinn alveg ónothæfur. Svo fann sonur okkar það út hvar ísinn er geymdur 😉 Í tilefni af því þá fórum við í Ikea og keyptum okkur svona barnalæsingu.

Ég veit ekki hvort að þessi festin fæst á Íslandi en hún amk varð til þess að frystirinn er alltaf mjög vel lokaður og það safnast ekki lengur ís í hann.

Færðu inn athugasemd

Hvernig á að fjarlægja hitabletti af viðarborðum

Það er hægt að fjarlægja hitabletti af viðarhúsgögnum með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  • Fyrst þá þarf að þrífa borðið vel og þurrka það mjög vel.
  • Svo tekur maður hreint hvítt handklæði, sem er ekki of þykkt, og leggur yfir blettina.
  • Svo notar maður gufustraujárn, með gufunni, og straujar handklæðið og bletturinn hverfur. Maður þarf bara að passa að þurrka alla eftirliggjandi gufu af strax.

ATH: Þetta ráð virkar ekki alltaf, það getur verið að það skipti máli með hverju borðið hefur verið lakkað. Endilega setjið inn athugasemdir um það hvort og hvernig þetta  virkaði hjá þér.

Comments (1)

Kaffilitaðir kaffibollar

Ef að bollarnir þínir eru orðnir litaðir eftir kaffið eða teið þá er mjög auðvelt að þrífa litinn úr með því að setja smá uppþvottavéladuft í þá (ca 1/2 tsk er nóg) og filla svo upp í með heitu vatni, láta vatnið standa í bollunum í amk 15 mín og þá er auðvelt að þvo litinn úr. Það þarf ekkert að skrúbba eða neitt.

Comments (1)

Skýjaðir blómavasar

Til að þrífa skýjaða blómavasa er gott að setja fullt af salti (gróft salt er betra en fínt) og fylla þá svo af vatni, þá verða þeir aftur hreinir og fínir.

Comments (1)

Ofnahreinsir

  • 1/2 stór bónus dós af matarsóda
  • vatn

Blanda vatninu saman við matarsódann þangað til að úr verður drulla, taka tusku og strjúka drullunni útum allan ofn, á glerið og útum allt. Láta drulluna bíða í 10 mín og þá er hægt að byrja að nudda drulluna í burtu. Það besta er að því oftar sem þú notar matarsódann þeim mun auðveldara verður að þrífa ofninn næst, svo er þetta mun betra fyrir náttúruna heldur en búðarkeyptir ofnahreinsar.

Comments (1)

Glerhreinsir

  • Vatn
  • Mýkingarefni

Með því að setja mýkingarefni í vatnið þegar maður þrífur gler (td. glugga) þá fær maður góða lykt í húsið og glerið verður mjög gljáandi.

Færðu inn athugasemd

Glerhreinsir

  • Edik
  • Vatn

Til þess að þrífa gler er gott að nota vatn blandað með ediki.

Færðu inn athugasemd