Kaffilitaðir kaffibollar

Ef að bollarnir þínir eru orðnir litaðir eftir kaffið eða teið þá er mjög auðvelt að þrífa litinn úr með því að setja smá uppþvottavéladuft í þá (ca 1/2 tsk er nóg) og filla svo upp í með heitu vatni, láta vatnið standa í bollunum í amk 15 mín og þá er auðvelt að þvo litinn úr. Það þarf ekkert að skrúbba eða neitt.

Ein athugasemd »

  1. Ólöf said

    Hæhæ.

    Það er líka hægt að setja pínu vatn, matarsóda og salt (ca 2 cm vatn og teskeið af hvoru duftirnu).

    Nudda smá með svampi eða uppþvottabursta og þetta rýkur alveg af.. 🙂

RSS feed for comments on this post · TrackBack URI

Færðu inn athugasemd