Archive for Heilsa

Fyrir lausmjólka mæður

Ef þú átt við það vandamál að stríða að þú ert of lausmjólka og/eða með sárar geirvörtur þá er hægt nota vitawrap (klessuplastfilmu) til að hjálpa.

Þú klippir út 5 cm x 5 cm stóran bút af filmunni, svo kreistirðu út smá mjólk og nuddar henni yfir geirvörtuna, setur svo plastið yfir og strekkir vel. Svo seturðu brjóstainnlegg í brjóstahaldarann.

Mjólkin er sótthreinsandi og filman stoppar mjólkurflæðið.

Comments (1)

Eyrnabólga

Til að draga úr verk vegna eyrnabólgu þá er hægt að setja hvítlauksolíu í eyrað með eyrnapinna.

Olían er búin til með því að hita saman matarolíu og hvítlauk, muna samt að setja hana ekki í eyrað fyrr en hún er orðin köld.

Færðu inn athugasemd

Eyrnabólga

Ef þú skerð lauk smátt, setur hann í eyrað og setur svo plástur fyrir þá mun uppgufunin frá lauknum draga vökvann út án þess að hljóðhimnan springi.

Eins losar laukurinn um allar stíflur í ennis og nefholum.

Færðu inn athugasemd