Posts Tagged blettir

Kaffilitaðir kaffibollar

Til að hreinsa kaffilitaða kaffibolla þá er hægt að setja í þá:

  • ca. 2 cm vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt

Nudda með smá svampi eða uppþvottabursta og þá rýkur kaffiliturinn af.
(ráð frá Ólöfu)

Færðu inn athugasemd

Hvernig á að fjarlægja hitabletti af viðarborðum

Það er hægt að fjarlægja hitabletti af viðarhúsgögnum með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  • Fyrst þá þarf að þrífa borðið vel og þurrka það mjög vel.
  • Svo tekur maður hreint hvítt handklæði, sem er ekki of þykkt, og leggur yfir blettina.
  • Svo notar maður gufustraujárn, með gufunni, og straujar handklæðið og bletturinn hverfur. Maður þarf bara að passa að þurrka alla eftirliggjandi gufu af strax.

ATH: Þetta ráð virkar ekki alltaf, það getur verið að það skipti máli með hverju borðið hefur verið lakkað. Endilega setjið inn athugasemdir um það hvort og hvernig þetta  virkaði hjá þér.

Comments (1)

Kaffilitaðir kaffibollar

Ef að bollarnir þínir eru orðnir litaðir eftir kaffið eða teið þá er mjög auðvelt að þrífa litinn úr með því að setja smá uppþvottavéladuft í þá (ca 1/2 tsk er nóg) og filla svo upp í með heitu vatni, láta vatnið standa í bollunum í amk 15 mín og þá er auðvelt að þvo litinn úr. Það þarf ekkert að skrúbba eða neitt.

Comments (1)

Blóðblettir úr fötum

Ef þú tekur eftir því að þú hefur nýlega fengið lítinn blóðblett í fötin þín (þetta virkar náttúrulega ekki ef um mikið magn af blóði er um að ræða) þá virkar mjög vel að setja hreina þurra tusku undir blettinn og nota svo aðra tusku, bleytta með köldu vatni, til að nudda blettinn.

Þetta er ráð sem að amma mín gaf mér og það hefur alltaf virkað hjá mér þegar ég hef prufað það.

Comments (1)

Lýsisblettir í fötum

Ef það kemur lýsi í föt þá getur verið einstaklega erfitt að ná blettinum í burtu. Það sem hefur reynst mér best er að taka góðan uppþvottalög og nudda honum vel í blettinn og setja flíkina svo í þvott. Bletturinn fer ekki alltaf í fyrsta þvott en yfirleitt er hægt að ná lýsisblettum með þessari aðferð og smá þolinmæði. Þetta á reyndar við um aðra fitubletti líka.

Færðu inn athugasemd