Posts Tagged uppþvottalögur

Vaxlitir á veggjum

Til þess að hreinsa burtu óvelkomin vaxlitaverk af veggjunum er hægt að nota venjulegar blautþurrkur til að nudda litinn í burtu.

Einnig er hægt að nota WD-40 en þá þarf að þrífa það af með uppþvottalegi.

Comments (1)

Lýsisblettir í fötum

Ef það kemur lýsi í föt þá getur verið einstaklega erfitt að ná blettinum í burtu. Það sem hefur reynst mér best er að taka góðan uppþvottalög og nudda honum vel í blettinn og setja flíkina svo í þvott. Bletturinn fer ekki alltaf í fyrsta þvott en yfirleitt er hægt að ná lýsisblettum með þessari aðferð og smá þolinmæði. Þetta á reyndar við um aðra fitubletti líka.

Færðu inn athugasemd