Hvernig á að fjarlægja hitabletti af viðarborðum

Það er hægt að fjarlægja hitabletti af viðarhúsgögnum með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  • Fyrst þá þarf að þrífa borðið vel og þurrka það mjög vel.
  • Svo tekur maður hreint hvítt handklæði, sem er ekki of þykkt, og leggur yfir blettina.
  • Svo notar maður gufustraujárn, með gufunni, og straujar handklæðið og bletturinn hverfur. Maður þarf bara að passa að þurrka alla eftirliggjandi gufu af strax.

ATH: Þetta ráð virkar ekki alltaf, það getur verið að það skipti máli með hverju borðið hefur verið lakkað. Endilega setjið inn athugasemdir um það hvort og hvernig þetta  virkaði hjá þér.

Ein athugasemd »

  1. Sirrý said

    Ég er með ólökkuð viðarborð og til að ná glasahringjum úr borðinu þá bara nota ég maiones. Maka því yfir hringinn og hann hverfur strax.

RSS feed for comments on this post · TrackBack URI

Færðu inn athugasemd