Fyrir lausmjólka mæður

Ef þú átt við það vandamál að stríða að þú ert of lausmjólka og/eða með sárar geirvörtur þá er hægt nota vitawrap (klessuplastfilmu) til að hjálpa.

Þú klippir út 5 cm x 5 cm stóran bút af filmunni, svo kreistirðu út smá mjólk og nuddar henni yfir geirvörtuna, setur svo plastið yfir og strekkir vel. Svo seturðu brjóstainnlegg í brjóstahaldarann.

Mjólkin er sótthreinsandi og filman stoppar mjólkurflæðið.

Comments (1)

Vaxlitir á veggjum

Til þess að hreinsa burtu óvelkomin vaxlitaverk af veggjunum er hægt að nota venjulegar blautþurrkur til að nudda litinn í burtu.

Einnig er hægt að nota WD-40 en þá þarf að þrífa það af með uppþvottalegi.

Comments (1)

Eyrnabólga

Til að draga úr verk vegna eyrnabólgu þá er hægt að setja hvítlauksolíu í eyrað með eyrnapinna.

Olían er búin til með því að hita saman matarolíu og hvítlauk, muna samt að setja hana ekki í eyrað fyrr en hún er orðin köld.

Færðu inn athugasemd

Eyrnabólga

Ef þú skerð lauk smátt, setur hann í eyrað og setur svo plástur fyrir þá mun uppgufunin frá lauknum draga vökvann út án þess að hljóðhimnan springi.

Eins losar laukurinn um allar stíflur í ennis og nefholum.

Færðu inn athugasemd

Kaffilitaðir kaffibollar

Til að hreinsa kaffilitaða kaffibolla þá er hægt að setja í þá:

  • ca. 2 cm vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt

Nudda með smá svampi eða uppþvottabursta og þá rýkur kaffiliturinn af.
(ráð frá Ólöfu)

Færðu inn athugasemd

Afhýða möndlur

Ef þú þarft að afhýða möndlur þá er það ekkert mál ef að möndlurnar eru látnar liggja í bleyti í amk 2 klst. Hýðið verður mýkra og mjög auðvelt að ná því af möndlunum en þetta hefur engin áhrif á möndlurnar sjálfar.

Færðu inn athugasemd

Matarsódamaski

Með því að blanda saman matarsóda og vatni, þannig að úr verði krem er hægt að búa til góðan hreinsimaska fyrir bólótta húð.

Þú blandar maskann saman, makar honum framan í þig (eða á vandamálasvæðið) – passa sig þó að vera mjúkhenntur því að maskinn er mjög grófur, og bíður svo þangað til að hann er þornaður. Þegar maskinn er þornaður þá er hann þveginn vandlega í burtu með vatni – aftur muna að vera mjúkhenntur því að maskinn er mjög grófur.

Þetta er frekar subbulegur maski, þegar maður er að bera hann framan í sig þá á hann til að miljast niður, en mér finnst hann hreinsa mjög vel.

Comments (1)

Ísing í ísskáp eða frysti

Við áttum við það vandamál að stríða að það safnaðist alltaf ísing í frystinn okkar, við þurftum endalaust að vera að skrapa innan úr honum því að annars varð frystirinn alveg ónothæfur. Svo fann sonur okkar það út hvar ísinn er geymdur 😉 Í tilefni af því þá fórum við í Ikea og keyptum okkur svona barnalæsingu.

Ég veit ekki hvort að þessi festin fæst á Íslandi en hún amk varð til þess að frystirinn er alltaf mjög vel lokaður og það safnast ekki lengur ís í hann.

Færðu inn athugasemd

Hvernig á að fjarlægja hitabletti af viðarborðum

Það er hægt að fjarlægja hitabletti af viðarhúsgögnum með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  • Fyrst þá þarf að þrífa borðið vel og þurrka það mjög vel.
  • Svo tekur maður hreint hvítt handklæði, sem er ekki of þykkt, og leggur yfir blettina.
  • Svo notar maður gufustraujárn, með gufunni, og straujar handklæðið og bletturinn hverfur. Maður þarf bara að passa að þurrka alla eftirliggjandi gufu af strax.

ATH: Þetta ráð virkar ekki alltaf, það getur verið að það skipti máli með hverju borðið hefur verið lakkað. Endilega setjið inn athugasemdir um það hvort og hvernig þetta  virkaði hjá þér.

Comments (1)

Kaffilitaðir kaffibollar

Ef að bollarnir þínir eru orðnir litaðir eftir kaffið eða teið þá er mjög auðvelt að þrífa litinn úr með því að setja smá uppþvottavéladuft í þá (ca 1/2 tsk er nóg) og filla svo upp í með heitu vatni, láta vatnið standa í bollunum í amk 15 mín og þá er auðvelt að þvo litinn úr. Það þarf ekkert að skrúbba eða neitt.

Comments (1)

Older Posts »